Verðskrá


Gjaldskrá.

Almennt um Þóknun.
Ákvörðun þóknunar mótast af þeim fjárhagslegu hagsmunum sem tengjast því verki sem unnið er að, sbr. lög nr. 70/2015 um sölu fasteigna- fyrirtækja og skipa.
 
 Kaup og sala.
 
 1. Sala fasteigna í almennri sölu 2,5 % af söluverði. – 
  2. Sala fasteigna í einkasölu 2 % af söluverði. – 
  3. Lágmarksþóknun er þó aldrei lægri en kr. 390.000.- án vsk 
  4. Sala félaga og atvinnufyrirtækja 5% af heildarsölu, þ.m.t. birgðir.
  5. Endursala eignar sem áður hefur verið seld í makaskiptum 1,5% af söluverði.,-  
  6.  Tímagjald fasteignasala 26.500.  + vsk

  7. Seljandi greiðir kr. 41.000,- án/vsk fyrir að setja eignina á söluskrá.
Innifalið í því gjaldi er m.a. skoðun eignarinnar, verðmat, akstur, útvegun allra gagna, öll afgreiðsla, eftirfylgni og úrvinnsla fyrirspurna og skráning eignarinnar á viðurkennda fasteignavefi. Gjaldið er gert upp þegar eignin selst eða er tekin af söluskrá.
 
Skoðun og verðmat fasteignar.
8.Fyrir skriflegt verðmat á íbúðarhúsnæði greiðast kr. 35.000,- án vsk.
9.Fyrir skriflegt verðmat á atvinnuhúsnæði greiðast 1% heildarverði.- án vsk.
ATH: við verðin bætist gagnaöflunargjald.

Þóknun fyrir útleigu fasteigna. 
10. Þóknun fyrir gerð leigusamnings um einstakt íbúðarhúsnæði skal vera andvirði mánaðarleigu,
11. Þóknun fyrir að annast milligöngu um að koma á leigusamningi um atvinnuhúsnæði skal, að lágmarki, samsvara tveggja mánaðarleigu hins leigða.
 ATH: við verðin bætist gagnaöflunargjald.
 
Kostnaður kaupenda.
Kaupendaþóknun (umsýslugjald) samkv. þjónustusamningi. Kaupandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 65.100,- án/vsk fyrir þjónustu
fasteignasölunnar sem m.a. innifelur ýmiskonar ráðgjöf og aðstoð fyrir, eftir og við kauptilboðsgerð, öflunar greiðslumats og gagna, þinglýsingarmeðferð kaupsamnings og afsals og allra veðskjala sem kaupandi greiðir með við kaupsamning og ábyrgð því samfara að þessi skjöl skili sér á rétta staði. Gerð ýmissa skjala vegna lántöku og/eða aðstoð við veðflutninga (sé þess þörf), lögbundin hagsmunagæsla vegna ýmissa mála sem upp kunna að koma í söluferlinu s.s vegna gallamála, aflýsinga o.fl.
 
Virðisaukaskattur er 24,0 % og er til viðbótar allra gjalda samkvæmt gjaldskránni komi það ekki fram.